Útlit er fyrir hörku keppni á þriðjudagskvöld í Rangárhöllinni en þá fer fram fyrsta mót af fjórum í Suðurlandsdeildinni!
Atvinnumenn og áhugamenn keppa saman, 12 lið, 48 knapar og að lokinni forkeppni verða tvenn A-úrslit. A-úrslit áhugamanna og A-úrslit atvinnumanna. Atvinnumenn og áhugamenn hafa því jafna möguleika á að afla stiga fyrir sitt lið!
Ein breyting hefur orðið en það er að lið Járningasamfélagsins dró sig út og í staðinn kom inn lið Kálfholts. Í liði Kálfholts eru Ísleifur Jónasson, Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Steingrímur Jónsson, Eyrún Jónasdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Við bjóðum þau velkomin í deildina.
Húsið opnar kl. 17:45 – forkeppni hefst kl. 18:00!
Aðgangseyrir er 1.000 kr, frítt fyrir 14 ára og yngri.
Ráslistar verða sendir út seinnipart mánudags.
Sjáumst í Rangárhöllinni á þriðjudagskvöld!
Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér: https://www.facebook.com/ events/1855511871399291/