Nú er farin af stað í Rangárhöllinni, Suðurlandsdeild í hestaíþróttum, sem ég vona að hafi ekki farið fram hjá neinum. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar

Fram á vor ætlum við reglulega að hafa vinnudag/kvöld í reiðhöllinni okkar, Rangárhöllinni.

Fyrsti vinnudagur í Rangárhöllinni verður á laugardagsmorgun frá kl. 10:00 – 12:00. Til stendur að undirbúa höllina fyrir aðra grein deildarinnar – Parafimi. Það eru mörg verkefni sem þarf að fara í t.d. sópa og smúla stúku, þrífa sessur, þrífa gler í stúku, draga yfir völlinn, fara yfir hvort völlurinn er ekki rétt uppsettur og fleiri verkefni í sama dúr.

Ég vona að einhverjir hafi tök á að ráðast í þessi verkefni með okkur, við munum hafa verkfærin klár :)

Sjáumst í Rangárhöllinni!

P.s. þeir sem áhuga og tök hafa á að aðstoða þegar viðburðir eru á svæðinu skulu endilega ganga í hópinn „Rangárhöllin“ á facebook. Hópinn má nálgast hér: https://www.facebook.com/groups/1285949291458128/