Lið Káragerði/Lokarækt

Suðurlandsdeildin 2021, samsettar myndir5

Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Káragerðis/Lokaræktar

 

Fimmta liðið sem við kynnum til leiks af þeim fjórtán sem taka þátt í deildinni í vetur er lið Káragerðis/Lokaræktar.

 

Keppni í Suðurlandsdeildinni hefst þann 2. mars n.k. með keppni í Parafimi. Suðurlandsdeildin verður í beinni útsendingu í vetur á ALENDIS.

 

Lokarækt:

Lokarækt var stofnað 2010 sem  utanumhald fyrir stóðhestinn Loka frá Selfossi og hrossarækt  Ármanns Sverrissonar.

 

Káragerði: 

Káragerði er hestabúgarður í Vestur-Landeyjum, þar eru ræktuð hross og rekin tamningarstöð. Eigendur Káragerðis eru þau Ragna Bogadóttir og Viðar Halldórsson.

 

Markmið liðsins er að mæta vel undirbúin í hverja grein og reyna tefla fram vænlegustu pörum í hvert skipti ásamt prúðri reiðmennsku og drengsskap í keppni.

 

Við kynnum fyrstan til leiks liðsstjóra liðsins, Hlyn Pálsson!

 

Nafn: Hlynur Pálsson

Aldur: 27 ára

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Atvinna: Rek tamningastöð í Hátúni landeyjum.

Stefni í þáttöku í eftirfarandi greinum: Ég stefni á að taka þátt í sem flestum greinum þar sem ég á erindi.

Markmið með þátttökuni deildinni: Góður undirbúningur fyrir komandi tímabil og reyna að hafa gaman af þessu.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnis tímabilið: Þokkasonurinn Blesi 1656 frá Hala

 

Aðrir atvinnumenn liðsins eru:

 

Nafn: Annie Ivarsdottir

Aldur: 26

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Atvinna: Starfa við tamningar og þjálfun að Skúfslæk í flóa

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Allavega parafimi og fjórgangi. Hitt verður að fá að skýrast seinna.

Markmið með þátttöku í deildinni: Að skerpa á sjálfum sér og hrossum fyrir keppnistímabilið.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Stormur frá Hemlu I, frábær og fjölhæfur alhliða hestur með úrvalstölt og toppgeðslag

 

Nafn: Benjamín Sandur Ingólfsson

Aldur: 21 ár

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Atvinna: Tamningar

Stefni í þátttöku í eftirfarandi greinum: Það er ekki alveg ákveðið en þar sem ég er vel hestaður

Markmið með þátttöku deildinni:  Hafa gaman af þessu

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnis tímabilið: Skór frá Flatey

 

Áhugamenn liðsins eru:

 

Nafn: Ármann Sverrisson

Aldur: 32

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Atvinna: Snúast í kringum sjálfan mig

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Bara þeim sem mér er sagt að taka þátt í

Markmið með þátttöku í deildinni:  Kúka ekki upp á bak

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Dessa frá Stöðulfelli

 

 

Nafn: Hanna Sofia Hallin

Aldur: 29 ára

Fjölskylduhagir: Einhleyp með krúttlegan hund

Atvinna: Tamningakona hjá Viðari Ingólfs á Kvíarhóli í Ölfusi

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Ég stefni á að taka þátt í öllum greinum nema  tölti eins og er.

Markmið með þátttöku deildinni: Bæta mig sem reiðmann, öðlast keppnisreynslu og hafa gaman.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnis tímabilið: Væri ekkert á móti því ef Viðar mundi lána mér Maistjörnu frá Árbæjarhjaleigu.

 

Nafn: Arnar Bjarnason

Aldur: 53 ára,

Fjölskylduhagir: Bý einn

Atvinna: Vinn í set selfossi.

Stefni í þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á þær greinar sem ég hest í

Markmið með þátttöku deildinni: Gera vel fyrir liðið.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Álfaklett