Lið Kvista

Kvistir-suðurlandsdeild

Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Kvista

 

Fimmta liðið sem við kynnum til leiks af þeim fjórtán sem taka þátt í deildinni í vetur er lið Kvista.

 

Keppni í Suðurlandsdeildinni hefst þann 2. mars n.k. með keppni í Parafimi. Suðurlandsdeildin verður í beinni útsendingu í vetur á ALENDIS.

 

KVISTIR

Hrossaræktarbúið Kvistir í Rangárþingi Ytra er í eigu Günther Weber en er í umsjón Sigvalda Lárusar Guðmundssonar og fjölskyldu. Á staðnum er glæsileg aðstaða og þar hafa verið ræktuð hross frá því seint á síðustu öld sem m.a. hafa staðið í fremstu röð í keppni, á kynbótabrautinni og í ræktunarstarfi – Landsmótssigurvegarinn Ómur frá Kvistum, heimsmeistarinn Muni frá Kvistum og glæsihrossin Oliver og Skíma frá Kvistum, svo eitthvað sé nefnt. Ásamt ræktun eru þar stundaðar tamningar og þjálfun, hrossasala og reiðkennsla.

 

Við kynnum fyrstan í liði Kvista liðsstjórann, Sigvalda Lárus Guðmundsson.
Nafn: Sigvaldi Lárus Guðmundsson, liðsstjóri.

Aldur: 35

Fjölskylduhagir: Giftur Mörtu Gunnarsdóttur og eigum börnin Elísabetu Líf og Helga Hrafn.

Atvinna: Hestamaður á Kvistum.

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á að vera með í flestum greinum en efast um að ég fái sæti í skeiðinu þó það sé eiginlega sú grein sem mig langar mest til að mæta í.

Markmið með þátttöku í deildinni: Aðallega hafa gaman en hún heldur manni einnig á tánum.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Ætli það væri ekki bara gott að hafa Skímu frá Kvistum á járnum. Ég gæti stólað á hana í flestar greinar.

 

Aðrir atvinnumenn eru:

 

Nafn: Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson

Aldur: 45

Fjölskylduhagir: Frátekinn!

Atvinna: Vinn við smíðar og búmaður á Kvistum.

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Klárlega skeið, sjáum til með hitt.

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman!

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Það væri gaman að hafa Austra frá Úlfsstöðum, gamlan félaga til að stóla á.

 

Nafn: Brynja Kristinsdóttir

Aldur: 24

Fjölskylduhagir: Sambandi með Flosa Ólafssyni

Atvinna: Tamningarkona á Ármóti

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á að vera með í flestum greinum.

Markmið með þátttöku í deildinni: Það er gaman að fá að taka þátt og hún heldur manni á tánum.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Valíant frá Heggsstöðum, myndi fá Haffann til að hjálpa mér að stilla honum upp í hvaða grein sem er

 

Áhugamenn liðsins eru:
Nafn: Renate Hannemann

Aldur: 51

Fjölskylduhagir: Gift Arnari Jónssyni, eigum dæturnar Anniku Rut og Sigurlín Franzisku.

Atvinna: Ferðaþjónustubóndi með sauðfé og hross.

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Eins og það púslast best fyrir liðið.

Markmið með þátttöku í deildinni: Fara út fyrir þægindarammann og hafa gaman saman í skemmtilegu liði.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Spes frá Herríðarhóli, hún var mér stoð og stytta í deildinni í fyrra en er núna fengin við Sólfaxa frá Herríðarhóli.
Nafn: Elín Árnadóttir

Aldur: 22 ára

Fjölskylduhagir: Sambandi með Brynjari Nóa og eigum einn strák Óskar Frey

Atvinna: Fæðingarorlofi

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Ég stefni á flest allar greinar.

Markmið með þátttöku í deildinni: Hafa gaman og gera mitt besta.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Margir góðir hestar erfitt að velja á milli.

 

Nafn: Brynjar Nói Sighvatsson

Aldur: 22 ára

Fjölskylduhagir: Sambandi með Elínu Árnadóttur og eigum soninn Óskar Frey.

Atvinna: Vinn hjá Faxaverk.

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Það sem hestakosturinn býður uppá.

Markmið með þátttöku í deildinni: Bæta sig og hafa gaman.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Í fyrra reyndist mér vel að fá lánaða hesta hjá Elínu,  ætli það væri ekki gott aftur hugsa ég.