Lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs

Suðurlandsdeildin 2021 – Lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs

Suðurlandsdeildin 2021, samsettar myndir2

Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum er að fara af stað í fimmta skipti þann 2. mars n.k. og ekki seinna vænna en að fara af stað og kynna liðin sem taka munu þátt í vetur. Alls 14 lið munu etja kappi og er útlit fyrir gríðarlega sterka keppni í vetur líkt og fyrri ár. Keppnin hefst á einkennisgrein Suðurlandsdeildarinnar, Parafimi, þar sem atvinnumaður og áhugamaður mynda par og ríða fimi prógram sem þeir hafa sett upp sjálfir. Dómarar dæma gangtegundir, æfingar og flæði. Sérstaða Suðurlandsdeildarinnar er sú að keppnin er eingöngu liðakeppni og hvert lið er skipað þremur atvinnumönnum og þremur áhugamönnum.

Suðurlandsdeildin verður í beinni útsendingu á ALENDIS í vetur og hvetjum við alla að sjálfsögðu til þess að fylgjast með þar.

Fyrsta liðið sem við kynnum til leiks er lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs

Liðið hefur tekið þátt í deildinni frá upphafi með virkilega góðum árangri og verður því gaman að fylgjast með þeim í vetur.

Styrktaraðilar liðsins eru:

Hemla II hrossaræktarbú er staðsett rétt fyrir utan Hvolsvöll, þar er farsæl hrossarækt og er aðal atvinna búsins að temja eigin hross og selja.

 

Strandarhöfuð er hrossaræktarbú staðsett í vestur landeyjum og í eigu Auðar Möller og Guðmundar Más Stefánssonar. Í Strandarhöfði er rekin tamingastöð, þjálfun, ræktun, kennsla og sala hrossa og í raun allt sem viðkemur hrossum. Á búinu starfa nú 2 tamningamenn þau Ásmundur Ernir og Stella Sólveig. Markmiðið er að rækta fasmikil, hágeng og geðgóð keppnishross.

 

Hrímnir er fjölskyldurekið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir úrvals hestavörur og -fatnað. Hrímnir deilir ástríðu sinni fyrir íslenska hestinum með vinum sínum og viðskiptavinum og Hrímnir Community fræðsluvefurinn er gjöf til unnenda og reiðmanna íslenska hestsins um allan heim.

 

Við byrjum á því að kynna til leiks liðsstjóra liðsins

 

Nafn: Stella Sólveig Pálmarsdóttir

Aldur: 30 ára

Fjölskylduhagir: Gift einum af liðsfélögunum, svo er það hún Eva Hrönn 4 ára.

Atvinna: Hestamennska

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Parafimi, fjórgang og skeiði

Markmið með þátttöku í deildinni: Öðlast reynslu og hafa gaman af þessu

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Úff þetta er erfitt… væri ekki nice ef allir ættu einn Spuna? Hann virðist bara alltaf virka þar sem hann mætir og ekki bara virka heldur gerir það með stæl

 

Aðrir atvinnumenn í liðinu eru:

 

Nafn: Vignir Siggeirsson

Aldur: 56 ára

Fjölskylduhagir: Giftur frú Lovísu og eigum saman 4 börn.

Atvinna: Tamningarmaður

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á þáttöku í öllum greinum.

Markmið með þátttöku í deildinni: Annars vegar skemmtilegur félagsskapur og hins vegar ýtir við manni að þjálfa betur og markvissar.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Enginn sérstakur, nýjar áskoranir á hverju ári !

 

 

Nafn: Ásmundur Ernir Snorrason

Aldur: 29 ára

Fjölskylduhagir: Giftur með eitt barn

Atvinna: Hestamennska

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Fjórgangur, fimmgangur og Tölt

Markmið með þátttöku í deildinni: Æfa ungu hrossin

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Það væri nú helvíti kósý að vera bara aftur með Spöl og Fræg en annars er ég nú bara mjög sáttur við ungu hrossin mín sem eru að koma upp og spenntur fyrir því.

 

 

Áhugamenn liðsins eru.

 

Nafn: Sanne van Hezel

Aldur: 30

Fjölskylduhagir: Bý með kærastanum mínum

Atvinna: Er að vinna í Skálakoti

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefna auðvitað að keppa í öllum greinum, en sérstaklega fimmgang og skeið.

Markmið með þátttöku í deildinni: Fyrst og fremst að hafa gaman!

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Mér vantar góðan hest í tölti, væri ekki slæmt að fá að keppa á Gloriu (frá Skúfslæk)

 

 

 

Nafn: Elmar Ingi Guðlaugsson

Aldur: 22

Fjölskylduhagir: Sambúð

Atvinna: Smiður

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Stefni á fjórgang og tölt svona helst.

Markmiðið með þátttöku í deildinni: Markið er að hafa gaman og öðlast meiri reynslu og þekkingu

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Spói frá litlu brekku

 

Nafn: Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir

Aldur: 22 ára

Fjölskylduhagir: Í sambúð og eigum saman eina dóttur

Atvinna: Er í hlutastarfi á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli, svo geng ég í flest störf í Bakkakoti

Stefni á þátttöku í eftirfarandi greinum: Parafimi og fimmgang en held hinu opnu!

Markmið með þátttöku í deildinni: Markmiðið er auðvitað alltaf að efla bæði mig og hestana mína. Auk þess er þetta góð reynsla og frábær skemmtun.

Hvaða hest lífs eða liðinn myndir þú vilja fá í hendurnar til að styrkja hestakostinn fyrir keppnistímabilið: Hvaða hest….? Vá erfið spurning, en Brynjar frá Bakkakoti og Klerkur frá Bjarnanesi komu fyrstir upp í hugann.