Lið Suðurlandsdeildarinnar

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni. Mikil eftirvænting er komin í mannskapinn og liðin mörg hver farin að undirbúa sig. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og hestamannafélagsins Geysis. Suðurlandsdeildin hefur þá sérstöðu að hvert lið er skipað atvinnumönnum og minnavönum og getur því breiður hópur knapa tekið þátt í sömu keppninni. Eftir að forkeppni lýkur verða tvenn A-úrslit (að undanskilinni parafiminni), ein fyrir atvinnumenn og ein fyrir minna vana. Atvinnumenn og minnavanir eiga því möguleika á að safna jafn mörgum stigum fyrir sitt lið. Einungis verður liðakeppni. Það eru margir spenntir fyrir nýrri keppnisgrein „parafimi“ sem kynnt verður fyrir knöpum á næstu dögum. Parafimin gengur út á það að atvinnumaður og minnavanur mynda par og sýna gangtegundir og æfingar eftir eigin útfærslu. Parafimin verður kynnt nánar þegar nær dregur! Suðurlandsdeildin er viðburður sem allir ættu að merkja við í dagatalið eftir áramót – við hlökkum til að sjá sem flesta í Rangárhöllinni á nýju ári! Liðin má nálgast...