Reglur Suðurlandsdeildarinnar

Liðin eru skipuð 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum. Í hverri grein keppa 2 áhugamenn og 2 atvinnumenn að undanskildu skeiði þar sem keppir 1 áhugamaður og 1 atvinnumaður. Áhugamaður má keppa sem atvinnumaður en atvinnumaður má ekki keppa sem áhugamaður. Áfram verður Suðurlandsdeildin einungis liðakeppni en þrjú stigahæstu liðin verða verðlaunuð.

Atvinnumaður: Allir ásamt ungmennum.

Áhugamaður: Er að lágmarki 18 ára á árinu og má ekki hafa keppt í meistaraflokk síðustu 2 ár.

Stjórn Suðurlandsdeildarinnar hefur loka ákvörðunarvald um hvort knapar uppfylli inngangsskilyrði.

Mælst er til þess að allir knapar keppi að minnsta kosti einu sinni.

Að öðru leyti gilda sömu reglur í Suðurlandsdeild og almennar mótsreglur LH.

www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/2016/log_reglur_2016-2.pdf

Sjá sérreglur vegna Parafimi.