Suðurlandsdeildin

UM SUÐURLANDSDEILDINA

Deildin er liðakeppni þar sem keppa 10-12 lið. Hvert lið á að skipa 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum, tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur. Liðum er valfrjálst að skrá 2 eða 3 atvinnumenn (lið getur verið skipað 5 eða 6 knöpum) en sú skráning þarf að hafa farið fram fyrir auglýstan frest um liðsskipan hvers liðs fyrir hvert tímabil. Eftir að liðsskipan liðsins hefur verið send stjórn Suðurlandsdeildar verða engar breytingar á liðum leyfðar.

Atvinnumenn / Áhugamenn

Miðað er við að atvinnumenn séu allir þeir sem hafa keppt í 1. flokk (oftar en 3svar í sömu grein) eða meistaraflokk á keppnisárinu 2017. Áhugamenn séu allir aðrir. Á hverjum viðburði keppa tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn. Áhugamenn mega keppa í flokki atvinnumanna en ekki öfugt. Hver knapi má aðeins vera skráður í eitt lið. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar þarf að samþykkja liðsskipan og getur gert athugasemdir sem þarf að bregðast við.

Það verða fimm dómarar. Þrír knapar eru inná í einu. Að forkeppni lokinni verða tvenn A-úrslit. A-úrslit atvinnumanna og A-úrslit áhugamanna nema í parafimi verða ein úrslit. Bæði úrslit gefa jafn mörg stig. Stig eru reiknuð samkvæmt lokaniðurstöðu hverrar keppni. Með þessu móti hafa allir knapar  jafnt vægi innan liðsins. Deildin verður haldin á þriðjudögum.