Gjaldskrá Rangárhallarinnar

Aðgangur og gjaldskrá Rangárhallarinnar

Skuldlausir aðilar hafa aðgang að höllinni með rafrænu aðgangsnúmeri sem hægt er að sækja um með því að senda tölvupóst á rangarhollin@gmail.com. Í tölvupósti þarf að koma fram nafn og kennitala greiðanda auk áskriftarleiðar sem óskað er eftir.

Opnunartími reiðhallar með rafrænum aðgangi verður frá kl. 07:00 – 22:00. Reiðhöllinni er skipt í tvennt með skilrúmi og er innra svæðið stærra reiðsvæðið.

Reiðhöllin er vöktuð með öryggismyndavélum. Ef ytri hurð er lokuð er höllin lokuð fyrir allri notkun / aðgangi.

Gjaldskrá til einkanota:
Stakir tímar (1. klst.), á stærra reiðsvæði kr. 12.000 m. vsk.
Stakir tímar (1. klst.), öll höllin, kr. 16.000 m. vsk.

Á meðan bókaðir tímar eru á stærra reiðsvæði er minna svæðið öllum opið. Það þarf að lágmarki sólahrings fyrirvara til að leigja höllina til einkanota.
Verðið miðast við stærra reiðsvæðið, aðrir geta verið í höllinni á sama tíma í reiðkennslu eða að þjálfa sín hross.

Gjaldskrá í áskrift :
1.mánuður  kr.   6.000
3.mánuðir   kr. 15.000
6.mánuðir   kr. 25.000
12.mánuðir kr. 40.000

Það getur tekið allt að 24 tímum að virkja lykla frá því að um áskrift hefur verið samið.

Helgarútleiga / langtímaleiga eða leiga til námskeiðahalds er samkvæmt samkomulagi við formann Rangárhallarinnar á rangarhollin@gmail.com

Börn undir átján ára aldri þurfa að vera í fylgd fullorðinna / forráðamanna og hafa þau aðgang gegnum áskrift foreldris.

Aðgengi er háð því að höllin sé ekki frátekin fyrir viðburði eða útleigu til einkanota,  sjá dagatal Rangárhallarinnar

Notkunarreglur reiðhallar má finna hér.