Suðurlandsdeildin 2018 – opið fyrir umsóknir!

Þau 9 lið sem tryggðu sér áframhaldandi keppnisrétt í Suðurlandsdeildinni 2018 hafa tilkynnt að þau muni halda áfram. Því eru laus til umsóknar sæti fyrir 3 lið í Suðurlandsdeildinni 2018 sem hefur göngu sína að nýju eftir áramót í Rangárhöllinni á Hellu. Við hvetjum alla sem áhuga hafa að sækja um sem fyrst en Umsóknarfrestur er til 25. október og skal skila umsóknum á rangarhollin@gmail.com. Ein breyting hefur orðið á reglum Suðurlandsdeildar frá síðasta tímabili. Nú mega liðin skrá til leiks 2 eða 3 atvinnumenn ef þau kjósa svo. Áfram munu 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðsskipan þarf að vera á hreinu fyrir 15. nóvember og þurfa liðin þá að hafa ákveðið hvort liðið er skipað 5 eða 6 knöpum. Engar breytingar verða leyfðar eftir þann tíma. Ef fleiri en 3 lið sækja um verður dregið úr innsendum umsóknum. Keppnisgreinarnar eru fjórar. Fjórgangur, fimmgangur, tölt og parafimi. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar. Skráningargjald er 130.000 kr. — UM SUÐURLANDSDEILDINA Deildin er liðakeppni þar sem keppa 10-12 lið. Hvert lið á að skipa 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum, tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur. Liðum er valfrjálst að skrá 2 eða 3 atvinnumenn (lið getur verið skipað 5 eða 6 knöpum) en sú skráning þarf að hafa farið fram fyrir auglýstan frest um liðsskipan hvers liðs fyrir hvert tímabil. Eftir að liðsskipan liðsins hefur verið send stjórn Suðurlandsdeildar verða engar breytingar á liðum leyfðar. Atvinnumenn / Áhugamenn Miðað er við að atvinnumenn séu allir þeir...

Lið Krappa sigrar Suðurlandsdeildina 2017!

Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram í gærkvöldi! Hestakosturinn var frábær, knaparnir til fyrirmyndar, keppnin hörð og fullt hús af áhorfendum. Það var lið Kvista sem var stigahæsta lið kvöldsins eftir frábærar sýningar þeirra fulltrúa þar sem Gísli Guðjónsson og Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 sigraði flokk áhugamanna, Sæmundur Sæmundsson á Sögu frá Söguey varð fjórði í flokki atvinnumanna, Sigvaldi Lárus Guðmundsson varð í sjöunda sæti í flokki atvinnumanna á Trommu frá Skógskoti og Guðbjörn Tryggvason varð í 15-16 sæti á Irpu frá Feti. Frábær árangur hjá liði Kvista! En það sem mesta spennan var um var hver skildi verða fyrsti sigurvegarinn í heildarstigakeppni Suðurlandsdeildarinnar. Fyrir lokakvöldið gat allt gerst og hefðu fjögur efstu liðin fyrir fimmganginn geta sigrað en það voru lið Krappa, Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs, Húsasmiðjunnar og VÍKINGanna. Það var hinsvegar lið Krappa sem hélt forystunni líkt og það hafði gert frá öðru mót Suðurlandsdeildarinnar og stóðu þau uppi sem sigurvegarar með 312 stig. Lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs endaði annað með 287,5 stig og lið Húsasmiðjunnar í þriðja með 232,5 stig. Til hamingju Krappi! Lokaniðurstöður Suðurlandsdeildarinnar 2017 Sæti Lið Stig 1. Krappi ehf 312 2. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 287,5 3. Húsasmiðjan 232,5 4.-5. VÍKINGarnir 201 4.-5. Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll 201 6. Heimahagi 199,5 7. Þverholt/Pula 199 8. IceWear 194 9. Kvistir 181,5 10. Kálfholt 148,5 11. Hjarðartún 128 12. Hlökk 115,5   Lið Krappa ehf átti frábæran árangur í Suðurlandsdeildinni en liðsmenn þess áttu alltaf a.m.k. einn fulltrúa í úrslitum, sigruðu Parafimi, sigruðu báða flokka í tölti og 2. sætið í flokki áhugamanna í gærkvöldi þar sem aðrir liðsmenn voru rétt fyrir utan úrslit. Þó að keppnin hafi verið hörð í toppbaráttunni var hún einnig spennandi í baráttunni...

Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar 17. mars n.k.

Nú styttist í lokakeppni Suðurlandsdeildarinnar en keppt verður í fimmgangi föstudaginn 17. mars í Rangárhöllinni. Útlit er fyrir æsispennandi og jafna keppni líkt og verið hefur undanfarnar þrjár keppnir. Á föstudagskvöld mun það skýrast hvaða lið verður fyrsta liðið til þess að sigra Suðurlandsdeildina! Staðan í liðakeppninni er þannig að lið Krappa leiðir með 249 stig en þar fast á eftir kemur lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs með 233 stig og svo er lið Húsasmiðjunnar í þriðja sæti með 193 stig. Fræðilega séð getur lið VÍKINGanna ennþá unnið keppnina en þau eru í fjórða sæti sem stendur með 166 stig. Því er keppnin enn galopin og ómögulegt að spá til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari! Sjáumst í Rangárhöllinni þann 17. mars n.k. – keppni hefst stundvíslega kl. 18:00. Nánari upplýsingar um viðburðinn eru aðgengilegar hér:...

Ráslistar – Parafimi Toyota Selfossi

Það er mikil tilhlökkun fyrir næstu keppni í Suðurlandsdeildinni – Parafimi Toyota Selfossi. Liðin hafa æft sig af kappi fyrir þessa nýju keppnisgrein og býður parafimin uppá það að við fáum að sjá fjölbreyttar útfærslur á sýningum. Keppni hefst kl 18:00 Aðgangseyrir 1.000 kr Frítt inn fyrir 14 ára og yngri Sjáumst í Rangárhöllinni! Ráslisti Parafimi Toyota Selfossi – Suðurlandsdeildin – 14. febrúar 2017   Hópur Knapi Lið Hestur Litur Aldur Aðildafélag 1 Jón Páll Sveinsson Hjarðartún Sesar frá Lönguskák Jarpur/milli-einlitt 6 Geysir 1 Bjarni Elvar Pétursson Hjarðartún Salka frá Hofsstöðum Brúnn/dökk/sv. einlitt 9 Sörli 2 Hallgrímur Birkisson Hlökk ehf Bóas frá Skúfslæk Brúnn/milli- einlitt 11 Geysir 2 Ragnheiður Hallgrímsdóttir Hlökk ehf Hríma frá Meiri-Tungu 3 Grár/brúnn-einlitt 7 Geysir 3 Alma Gulla Matthíasdóttir VÍKINGarnir Neisti frá Strandarhjáleigu Rauður/milli-stjörnótt 8 Geysir 3 Guðlaug Jóna Matthíasdóttir VÍKINGarnir Tvistur frá Hveragerði Jarpur/milli-stjörnótt 10 Sprettur 4 Hjörtur Magnússon Þverholt/Pula Þjóð frá Þverá II Jarpur/milli-einlitt 7 Skagfirðingur 4 Elín Hrönn Sigurðardóttir Þverholt/Pula Harpa-Sjöfn frá Þverá II Brúnn/milli- einlitt 9 Geysir 5 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Kvistir Lottó frá Kvistum Brúnn/milli- einlitt 7 Faxi 5 Guðbjörn Tryggvason Kvisir Irpa frá Feti Móálótt/ljós- einlitt 6 Sleipnir 6 Svanhildur Hall Húsasmiðjan Styrkur frá Kjarri Móálóttur/milli- einlitt 11 Geysir 6 Katrín Sigurðardóttir Húsasmiðjan Yldís frá Hafnarfirði Grár/brúnn einlitt 8 Geysir 7 Hlynur Guðmundsson Ice Wear Magni frá Hólum Móálóttur/dökk- einlitt 11 Hornfirðingur 7 Hjördís Rut Jónsdóttir Ice Wear Hárekur frá Hafsteinsstöðum Rau/milli- tvístj glófext 12 Sindri 8 Lena Zielinski Krappi ehf Prinsinn frá Efra-Hvoli Rauður/milli- skjótt 9 Geysir 8 Lea Schell Krappi ehf Eyvör frá Efra-Hvoli Rauður/milli- skjótt 7 Geysir 9 John Sigurjónsson Heimahagi Brimrún frá Gullbringu Rauður/milli- einlitt...

Vinnudagur á laugardag

Nú er farin af stað í Rangárhöllinni, Suðurlandsdeild í hestaíþróttum, sem ég vona að hafi ekki farið fram hjá neinum. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar Fram á vor ætlum við reglulega að hafa vinnudag/kvöld í reiðhöllinni okkar, Rangárhöllinni. Fyrsti vinnudagur í Rangárhöllinni verður á laugardagsmorgun frá kl. 10:00 – 12:00. Til stendur að undirbúa höllina fyrir aðra grein deildarinnar – Parafimi. Það eru mörg verkefni sem þarf að fara í t.d. sópa og smúla stúku, þrífa sessur, þrífa gler í stúku, draga yfir völlinn, fara yfir hvort völlurinn er ekki rétt uppsettur og fleiri verkefni í sama dúr. Ég vona að einhverjir hafi tök á að ráðast í þessi verkefni með okkur, við munum hafa verkfærin klár Sjáumst í Rangárhöllinni! P.s. þeir sem áhuga og tök hafa á að aðstoða þegar viðburðir eru á svæðinu skulu endilega ganga í hópinn „Rangárhöllin“ á facebook. Hópinn má nálgast hér:...

Fjórgangur – niðurstöður

S.l. þriðjudag var keppt í fjórgang í Suðurlandsdeildinni. Keppnin var virkilega vel heppnuð og er mikil tilhlökkun fyrir næstu keppni sem verður parafimi. Staðan í liðakeppninni eftir fyrstu keppni er: 1. Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð 72,5 2. Krappi ehf 66,5 3. Heimahagi 63 4. IceWear 62,5 5. Árbæjarhjáleiga-Herríðarhóll 60 6. Húsasmiðjan 58,5 7. VÍKINGarnir 52,5 8. Hjarðartún 40,5 9.-10. Þverholt-Pula 36 9.-10. Kvistir 36 11. Hlökk ehf 30,5 12. Kálfholt 21,5 Fjórgangur V2 A úrslit Opinn flokkur – 1. flokkur – Mót: IS2017GEY011 – Suðurlandsdeildin Dags.: 31.1.2017 r Félag: Geysir, Rangárhöllin Sæti Nafn / hestur / lið Heildareinkunn Stig 1 Jón Páll Sveinsson / Sesar frá Lönguskák / Hjarðarún 7,37 24 2 Stella Sólveig Pálmarsdóttir / Frægur frá Strandarhöfði / Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð 7,07 23 3 Guðmar Þór Pétursson / Brúney frá Grafarkoti / Heimahagi 6,97 22 4 Kristín Lárusdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri / IceWear 6,83 21 5 John Sigurjónsson / Evelyn frá Litla-Garði / Heimahagi 6,73 20 6 Lena Zielinski / Prinsinn frá Efra-Hvoli / Krappi ehf 6,43 19 Fjórgangur V2 A úrslit Opinn flokkur – 2. flokkur – Mót: IS2017GEY011 – Suðurlandsdeildin Dags.: 31.1.2017 Félag: Geysir, Rangárhöllin Sæti Keppandi Heildareinkunn 1 Janita Fromm / Náttfari frá Bakkakoti / VÍKINGarnir 7,13 2 Annika Rut Arnarsdóttir / Spes frá Herríðarhóli / Árbæjarhjáleiga-Herríðarhóll 6,70 3 Hrönn Ásmundsdóttir / Dimmir frá Strandarhöfði / Hemla-Hrímnir-Strandarhöfuð 6,60 4 Benjamín Sandur Ingólfsson / Hamar frá Hafsteinsstöðum / Krappi ehf 6,43 5 Vilborg Smáradóttir / Grunnur frá Hólavatni / IceWear 6,33 6 Sarah Maagaard Nielsen / Kátur frá Þúfu í Landeyjum / Húsasmiðjan 6,27 Fjórgangur V2 Forkeppni Opinn flokkur – 1. flokkur – Mót: IS2017GEY011 – Suðurlandsdeildin Dags.:...

Fjórgangur-Ráslistar

Fyrsta mótið í nýrri og spennandi suðurlandsdeild Suðurlandsdeildin hefst á morgun þriðjudagskvöldið 31.janúar Keppni hefst klukkan 18:00 en húsið opnar 17:45 Aðgangseyrir er 1.000 kr en frítt fyrir 14 ára og yngri. Hópur Knapi Lið Hestur 1 Sigurður Sigurðarson Krappi ehf Eldur frá Einhamri 2 1 Lea Shell Krappi ehf Eyvör frá Efra-Hvoli 1 Sæmundur Sæmundsson Kvistir Austri frá Úlfsstöðum 2 Guðbjörn Tryggvason Kvistir Álfhildur frá Skáney 2 Hlynur Pálsson Kvistir Sörli frá Litlu-Sandvík 2 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Kvistir Lottó frá Kvistum 3 Eygló Arna Guðnadóttir VÍKINGarnir Nýr Dagur frá Þúfu í Landeyjum 3 Benjamín Sandur Ingólfsson Krappi ehf Hamar frá Hafsteinsstöðum 3 Theódóra Þorvaldsdóttir Þverholt/Pula Sproti frá Sauðholti 2 4 Marjolijn Tiepen Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll Hrafn frá Markaskarði 4 Ólafur Þórisson Húsasmiðjan Galdur frá Miðkoti 4 Steingrímur Jónsson Kálfholt Púki frá Kálfholti 5 Elín Hrönn Sigurðardóttir Þverholt/Pula Davíð frá Hofsstöðum 5 Gréta Rut Bjarnadóttir Hjarðartún Kolbakur frá Laugabakka 5 Jón Páll Sveinsson Hjarðartún Sesar frá Lönguskák 6 Jóhann Ólafsson Heimahagi Flóki frá Flekkudal 6 Eyrún Jónasdóttir Kálfholt Maístjarna frá Kálfholti 6 Ragnheiður Hallgrímsdóttir Hlökk ehf Snillingur frá Sólheimum 7 Alma Gulla Matthíasdóttir VÍKINGarnir Neisti frá Strandarhjáleigu 7 Annika Rut Arnarsdóttir Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll Spes frá Herríðarhóli 7 Lena Zielinski Krappi ehf Prinsinn frá Efra-Hvoli 8 Sigurlín F Arnarsdóttir Árbæjarhjáleiga/Herríðarhóll Reykur frá Herríðarhóli 8 Guðbrandur Magnússon Ice Wear Straumur frá Valþjófsstað 2 9 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Hlökk ehf Sváfnir frá Miðsitju 9 John Sigurjónsson Heimahagi Evelyn frá Litla-Garði 9 Vignir Siggeirsson Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Hátíð frá Hemlu II 10 Stella Sólveig Pálmarsdóttir Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð Frægur frá Strandarhöfði 10 Ísleifur Jónasson Kálfholt Kæti frá Kálfholti 10 Kristín Lárusdóttir Ice Wear Aðgát frá Víðivöllum fremri 11 Vilborg Smáradóttir...

Styttist í fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar!

Útlit er fyrir hörku keppni á þriðjudagskvöld í Rangárhöllinni en þá fer fram fyrsta mót af fjórum í Suðurlandsdeildinni! Atvinnumenn og áhugamenn keppa saman, 12 lið, 48 knapar og að lokinni forkeppni verða tvenn A-úrslit. A-úrslit áhugamanna og A-úrslit atvinnumanna. Atvinnumenn og áhugamenn hafa því jafna möguleika á að afla stiga fyrir sitt lið! Ein breyting hefur orðið en það er að lið Járningasamfélagsins dró sig út og í staðinn kom inn lið Kálfholts. Í liði Kálfholts eru Ísleifur Jónasson, Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Steingrímur Jónsson, Eyrún Jónasdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Við bjóðum þau velkomin í deildina. Húsið opnar kl. 17:45 – forkeppni hefst kl. 18:00! Aðgangseyrir er 1.000 kr, frítt fyrir 14 ára og yngri. Ráslistar verða sendir út seinnipart mánudags. Sjáumst í Rangárhöllinni á þriðjudagskvöld! Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér:...

Parafimi reglur

Parafimi er keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, samvinnu knapa, fegurð, kraft og glæsileika. Knapar eru í pörum inná, einn atvinnuknapi og einn áhugamaður. Sýnendur hafa hámark 3,5 mínútur til þess að sýna það besta sem knapar og hestar hafa uppá að bjóða. Þulur lætur knapa vita þegar 30 sekúndur eru eftir af tímanum. Sýnendur eru dæmdir af sex dómurum sem dæma í pörum. Fyrsta dómaraparið dæmir æfingar, annað dæmir gangtegundir og þriðja dæmir fjölhæfni og framkvæmd. Knapar skulu hneigja sig í upphafi og lok prógramms. Sýna skal a.m.k. tvær gangtegundir og 3 æfingar. Keppendur skulu sýna eina skylduæfingu og er það opinn sniðgangur á valfrjálsri gangtegund uppá báðar hendur og skal það gilda sem ein af þremur æfingum. Keppendur velja og útvega tónlist sjálfir og getur tónlist sem fellur vel að prógrammi talist til hækkunar á fjölhæfni og framkvæmd. Valfrjálsar æfingar sem verða til dóms í æfingahluta keppninnar : 1. Opinn sniðgangur (til vinstri og hægri), skylduæfing! 2. Riðið á hringnum (vinstri og hægri) 3. Krossgangur (til vinstri og hægri) 4. Lokaður sniðgangur (til vinstri og hægri) 5. Framfótasnúningur (til vinstri og hægri) 6. Afturfótasnúningur (til vinstri og hægri) 7. Hraðabreytingar 8. Riðin átta 9. Stöðvun – Bakk 10. Taumur gefinn 11. Slöngulínur 12. Skipt yfir allan völlinn (upp á báðar hendur) 13. Ríða fram miðlínu Æfingar sem hægt er að gera upp á báðar hendur, sambærilegt hér að ofan, þarf að sýna upp á báðar hendur og gildir það þá sem ein æfing. Þetta eru æfingarnar sem hægt er að velja úr til að fá fullgilda einkunn í æfingahluta keppninnar. Dómarar dæma hverja æfingu fyrir sig og nánari lýsingu er að...

Lið Suðurlandsdeildarinnar

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni. Mikil eftirvænting er komin í mannskapinn og liðin mörg hver farin að undirbúa sig. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og hestamannafélagsins Geysis. Suðurlandsdeildin hefur þá sérstöðu að hvert lið er skipað atvinnumönnum og minnavönum og getur því breiður hópur knapa tekið þátt í sömu keppninni. Eftir að forkeppni lýkur verða tvenn A-úrslit (að undanskilinni parafiminni), ein fyrir atvinnumenn og ein fyrir minna vana. Atvinnumenn og minnavanir eiga því möguleika á að safna jafn mörgum stigum fyrir sitt lið. Einungis verður liðakeppni. Það eru margir spenntir fyrir nýrri keppnisgrein „parafimi“ sem kynnt verður fyrir knöpum á næstu dögum. Parafimin gengur út á það að atvinnumaður og minnavanur mynda par og sýna gangtegundir og æfingar eftir eigin útfærslu. Parafimin verður kynnt nánar þegar nær dregur! Suðurlandsdeildin er viðburður sem allir ættu að merkja við í dagatalið eftir áramót – við hlökkum til að sjá sem flesta í Rangárhöllinni á nýju ári! Liðin má nálgast...