Veislusalur

Veislusalur Rangárhallarinnar er leigður út til hverskyns viðburða.

Fyrirspurnir vegna leigu sendist á rangarhollin@gmail.com eða hafið samband í s: 8649209.

155486099_3962728067117716_5810081703216705358_n 155505907_3962728057117717_4108312937263563542_n

Verð fyrir útleigu á sal er 59.000 kr fyrir 24 klst, alla jafna er miðað við frá kl. 12 – 12. Fyrirspurnir vegna leigu sendist á rangarhollin@gmail.com.

Verð fyrir útleigu á sal fyrir Geysisfélaga er 52.000 kr.

Pöntun þarf að staðfesta með greiðslu helmings leiguverðs og lokagreiðslu þarf að ljúka tveimur dögum fyrir notkun. Greiðsluseðill er sendur í heimabanka.

Ef einhverjar skemmdir verða á salnum meðan á útleigu stendur ber að tilkynna það um leið og salnum er skilað. 

Sjá umgengnisreglur hér neðar á síðunni.

Hvað er til staðar í salnum ?

Sæti og borð fyrir 100+ manns, a.m.k. 150 standandi, bar, tveir kælar. Hljóðkerfi og skjávarpar.

Sjá salinn almennt betur á myndum, svona á hann að vera við skil.

74354737_441514209826610_5218988956653191168_n 72666308_990157884668745_3070248674236825600_n 73110194_2797172297001052_1515910068627832832_n 72970647_780653689039791_1416682279547174912_n 73139389_1254245148100756_6086020232399290368_n 73089279_2441366796191023_5825896190952079360_n 73073002_1372608656235956_4138630331806777344_n 74211387_2570403126399946_6550016299689312256_n 73409333_519895552165590_6818946531626844160_n 72886961_557711628323503_4727118916684349440_n 72548973_409953356599320_7864503478855401472_n 74534328_575341403011210_8027279105831469056_n 74390739_531715664044728_1865806670387478528_n 74340803_980400285651246_410911358138187776_n 72547551_522682761888616_868554142300241920_n 73163727_2501466369938199_6159929915119501312_n 73283260_2389401327941182_6258296322739142656_n 75171148_528783034606945_2885034557558489088_n

Hvað er til staðar í eldhúsi ?

Matardiskar, hliðardiskar, súpudiskar, glös, bollar og undirskálar fyrir 150 manns. Uppáhellingarkönnur og vatnskönnur. Uppþvottavél. Ekki er mikið úrval sem stendur af pottum, pönnum, almennum áhöldum, skálum og þess háttar. Sjá betur á myndum.

73388410_567237724012984_6370823400742453248_n 73094357_936521823395257_7178585296034856960_n 74638425_410909276490336_8649458840108007424_n 73014017_2457057267947414_5770042443370070016_n 72680775_1638902456246469_2530834140870213632_n 73342451_459645441319904_7044082210407710720_n 74670810_701041713720811_9118338383997829120_n 74434614_420418895521800_312910890322100224_n

Hvað er til staðar í ræstikompu ?

Öll nauðsynleg hreinsiefni, ryksuga, skúringavagn, skúringaskaft, moppur og tuskur.

72743728_696056854133243_8036322537430319104_n

Hvernig skal skila aðstöðunni ?

Allur frágangur skal vera líkt og á myndum hér að ofan. Borðum raðað eftir tegundum, þurkað af borðum, stólað upp, gólf í sal, eldhúsi og á salernum ryksuguð og skúruð. Leigutaki sér sjálfur um að tæma dósir og rusl og fara með og um leið setja nýja poka sem hægt er að finna í eldhúsi. Mikilvægt að ganga rétt frá eldhúsi og sal, uppröðun í skápa skal vera eins og á myndum.

Sígarettustubba og dósir utandyra þarf leigutaki einnig að hreinsa.

Ef frágangi og/eða þrifum er ábótavant við skil mun leigusali gera leigutaka það ljóst og ef kostur er bjóða leigutaka að klára að ganga frá að öðrum kosti er tekið gjald fyrir hverja hafna klst við það að koma salnum í viðunandi ástand svo hann sé tilbúinn í útleigu á ný. Tímagjald er 5.500 kr/klst + vsk fyrir manninn.

Ekki má nota sápu við þrif á parketi, mikilvægt að skipta reglulega um vatn. Gólfið er orðið hreint þegar vatnið hættir að fá á sig lit og línur hætta að myndast í gólfi.

Hvað má ekki gera ?

  • Ekki má bera neitt inn sem skemmt getur gólf.
  • Ekki skrúfa í veggina
  • Ekki líma á veggina
  • Ekki gera neitt sem veldur tjóni á húsnæði

Leigutaki sér um að afla tilskilinna leyfa vegna viðburða.

Umgengnisreglur

Reykingar eru með öllu bannaðar í húsinu, líka rafrettur. Ef reykt er í húsinu, er heimilt að vísa viðkomandi úr húsi. Fari brunakerfi af stað af þessum sökum, er leigutaki rukkaður um þann kostnað sem af hlýst.

Slökkvitæki eru á nokkrum stöðum í eldhúsi og í anddyri og er leigutaka að kynna sér þau, brunaslanga er staðsett milli salerna og bars.

Fara þarf varlega með borð þegar raðað er upp eða gengið er frá, þar sem brúnir eru viðkvæmar og auðveldlega getur kvarnast úr þeim.

Mælst er til þess að standa ekki á stólum.

Ef sett er skraut á veggi, þá verður að nota lím, límband eða kennaratyggjó sem næst auðveldlega af og skilur ekki eftir sig för.

Leigutaki skal fjarlægja allt skraut og hluti s.s. áfengi, matarafganga o.þ.h. sem hann kemur með, að lokinni veislu, nema um annað sé samið.

Verði skemmdir á innanstokksmunum s.s. salernum, borðum, gólfi, veggjum og tækjum í eldhúsi og sal er leigusala heimilt að rukka leigutaka um viðgerðarkostnað sem af því hlýst enda hafi leigutaka verið tilkynnt um tjónið strax eftir yfirferð á salnum.

Sé salur óeðlilega óþrifalegur eftir leigu er leigusala heimilt að rukka sérstaklega fyrir aukaþrif. Það sem telst vera óeðlilegt er t.d. æla á salernum eða annarstaðar í sal, pappírsrusl á gólfum, áfengi og gos á gólfum, kám og drykkjarleifar á veggjum og almennt slæm umgengni.

Leigutaka skal gert grein fyrir þessu þegar salnum er skilað.

Að öðru leyti er vitnað í allt sem er hér að ofan á þessari síðu og minnt á að salnum sé skilað í samræmi við myndir.

Sími umsjónarmanns í neyðartilfellum s: 8649209