Styttist í fyrsta mót Suðurlandsdeildarinnar!

Útlit er fyrir hörku keppni á þriðjudagskvöld í Rangárhöllinni en þá fer fram fyrsta mót af fjórum í Suðurlandsdeildinni! Atvinnumenn og áhugamenn keppa saman, 12 lið, 48 knapar og að lokinni forkeppni verða tvenn A-úrslit. A-úrslit áhugamanna og A-úrslit atvinnumanna. Atvinnumenn og áhugamenn hafa því jafna möguleika á að afla stiga fyrir sitt lið! Ein breyting hefur orðið en það er að lið Járningasamfélagsins dró sig út og í staðinn kom inn lið Kálfholts. Í liði Kálfholts eru Ísleifur Jónasson, Ingunn Birna Ingólfsdóttir, Steingrímur Jónsson, Eyrún Jónasdóttir og Guðrún Margrét Valsteinsdóttir. Við bjóðum þau velkomin í deildina. Húsið opnar kl. 17:45 – forkeppni hefst kl. 18:00! Aðgangseyrir er 1.000 kr, frítt fyrir 14 ára og yngri. Ráslistar verða sendir út seinnipart mánudags. Sjáumst í Rangárhöllinni á þriðjudagskvöld! Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér:...

Parafimi reglur

Parafimi er keppnisgrein þar sem reynir á ganghæfileika, samvinnu knapa, fegurð, kraft og glæsileika. Knapar eru í pörum inná, einn atvinnuknapi og einn áhugamaður. Sýnendur hafa hámark 3,5 mínútur til þess að sýna það besta sem knapar og hestar hafa uppá að bjóða. Þulur lætur knapa vita þegar 30 sekúndur eru eftir af tímanum. Sýnendur eru dæmdir af sex dómurum sem dæma í pörum. Fyrsta dómaraparið dæmir æfingar, annað dæmir gangtegundir og þriðja dæmir fjölhæfni og framkvæmd. Knapar skulu hneigja sig í upphafi og lok prógramms. Sýna skal a.m.k. tvær gangtegundir og 3 æfingar. Keppendur skulu sýna eina skylduæfingu og er það opinn sniðgangur á valfrjálsri gangtegund uppá báðar hendur og skal það gilda sem ein af þremur æfingum. Keppendur velja og útvega tónlist sjálfir og getur tónlist sem fellur vel að prógrammi talist til hækkunar á fjölhæfni og framkvæmd. Valfrjálsar æfingar sem verða til dóms í æfingahluta keppninnar : 1. Opinn sniðgangur (til vinstri og hægri), skylduæfing! 2. Riðið á hringnum (vinstri og hægri) 3. Krossgangur (til vinstri og hægri) 4. Lokaður sniðgangur (til vinstri og hægri) 5. Framfótasnúningur (til vinstri og hægri) 6. Afturfótasnúningur (til vinstri og hægri) 7. Hraðabreytingar 8. Riðin átta 9. Stöðvun – Bakk 10. Taumur gefinn 11. Slöngulínur 12. Skipt yfir allan völlinn (upp á báðar hendur) 13. Ríða fram miðlínu Æfingar sem hægt er að gera upp á báðar hendur, sambærilegt hér að ofan, þarf að sýna upp á báðar hendur og gildir það þá sem ein æfing. Þetta eru æfingarnar sem hægt er að velja úr til að fá fullgilda einkunn í æfingahluta keppninnar. Dómarar dæma hverja æfingu fyrir sig og nánari lýsingu er að...

Lið Suðurlandsdeildarinnar

Það er von á æsispennandi keppni í Suðurlandsdeildinni sem hefst þann 31. Janúar á nýju ári. 12 lið hafa staðfest þátttöku og því 60 þátttakendur staðfestir, það má því búast við hörku keppni. Mikil eftirvænting er komin í mannskapinn og liðin mörg hver farin að undirbúa sig. Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og hestamannafélagsins Geysis. Suðurlandsdeildin hefur þá sérstöðu að hvert lið er skipað atvinnumönnum og minnavönum og getur því breiður hópur knapa tekið þátt í sömu keppninni. Eftir að forkeppni lýkur verða tvenn A-úrslit (að undanskilinni parafiminni), ein fyrir atvinnumenn og ein fyrir minna vana. Atvinnumenn og minnavanir eiga því möguleika á að safna jafn mörgum stigum fyrir sitt lið. Einungis verður liðakeppni. Það eru margir spenntir fyrir nýrri keppnisgrein „parafimi“ sem kynnt verður fyrir knöpum á næstu dögum. Parafimin gengur út á það að atvinnumaður og minnavanur mynda par og sýna gangtegundir og æfingar eftir eigin útfærslu. Parafimin verður kynnt nánar þegar nær dregur! Suðurlandsdeildin er viðburður sem allir ættu að merkja við í dagatalið eftir áramót – við hlökkum til að sjá sem flesta í Rangárhöllinni á nýju ári! Liðin má nálgast...

Suðurlandsdeildin

Suðurlandsdeildin   Ný deild í hestaíþróttum mun hefja göngu sína 31. janúar n.k. Suðurlandsdeildin Rangárhöllinni – Hellu. Deildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamanafélagsins Geysis. Deildin er liðakeppni þar sem keppa munu 10-12 lið. Hvert lið á að skipa tveimur atvinnumönnum og þremur minna vönum, tveir atvinnumenn og tveir minna vanir keppa í hvert sinn. Riðin verða tvenn úrslit, A-úrslit atvinnumanna og A-úrslit minna vanra. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur.   Þátttökugjald fyrir hvert lið er 100.000 kr.   Viðburðardagar: janúar – fjórgangur febrúar – parafimi febrúar – tölt mars – fimmgangur   Þau lið sem áhuga hafa á að taka þátt skulu senda póst á rangarhollin@gmail.com með upplýsingum um knapa og liðstjóra fyrir 30. október. Fyrstu 12 lið sem skrá sig til leiks með tölvupósti fá þátttökurétt í deildinni. Nánari upplýsingar á netfanginu rangarhollin@gmail.com, www.rangarhollin.is eða í s: 8662632....