Suðurlandsdeildin

Suðurlandsdeildin   Ný deild í hestaíþróttum mun hefja göngu sína 31. janúar n.k. Suðurlandsdeildin Rangárhöllinni – Hellu. Deildin er samstarfsverkefni Rangárhallarinnar og Hestamanafélagsins Geysis. Deildin er liðakeppni þar sem keppa munu 10-12 lið. Hvert lið á að skipa tveimur atvinnumönnum og þremur minna vönum, tveir atvinnumenn og tveir minna vanir keppa í hvert sinn. Riðin verða tvenn úrslit, A-úrslit atvinnumanna og A-úrslit minna vanra. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur.   Þátttökugjald fyrir hvert lið er 100.000 kr.   Viðburðardagar: janúar – fjórgangur febrúar – parafimi febrúar – tölt mars – fimmgangur   Þau lið sem áhuga hafa á að taka þátt skulu senda póst á rangarhollin@gmail.com með upplýsingum um knapa og liðstjóra fyrir 30. október. Fyrstu 12 lið sem skrá sig til leiks með tölvupósti fá þátttökurétt í deildinni. Nánari upplýsingar á netfanginu rangarhollin@gmail.com, www.rangarhollin.is eða í s: 8662632....