Suðurlandsdeildan hefur göngu sína á ný eftir COVID pásu þann 27. apríl næstkomandi þar sem keppt verður í fimmgang. Lokamót verður svo haldið 11. maí þar sem keppt verður í tölti og skeiði.

Eftir fyrstu tvær greinar Suðurlandsdeildarinnar er það lið Byko sem leiðir með 186 stig, í öðru sæti er Smiðjan Brugghús með 156 stig og þriðja sæti lið Húsasmiðjunnar með 153 stig.

Sæti Lið Samtals
1. Byko 186
2. Smiðjan Brugghús 156
3. Húsasmiðjan 153
4. Kvistir 149
5. Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún 147
6. Krappi 139,5
7. Efsta-Sel 116
8. Fet/Þverholt 112,5
9. Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær 111,5
10. Toltrider 104,5
11. Heklu hnakkar 96,5
12. Hemla/Hrímnir/Strandarhöfuð 89,5
13. Kjarr 39
14. Káragerði/Lokarækt 24